Grétu S. Guðjónsdóttur

Gréta lauk BA gráðu í listrænni ljósmyndun frá AKI, Akademie voor beeldende kunst, Hollandi, 1996. Hún hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari hér á landi síðan 1996. Á þessum árum hafa verkefnin verið mörg og fjölbreytileg.

Einstaklingar og fyrirtæki hafa notið krafta hennar, sem og tímaritin Vera, uppeldi og Börn og menning. Hún lauk námi í kennslu og uppeldisfræði í KHÍ og hefur frá árinu 1997 kennt ljósmyndun á listasviði Fjölbrautarskólans Breiðholti.

Gréta tók þátt í samsýningum í Enschede 1996 og Amsterdam 1997. Hér á landi hefur hún tekið þátt í samsýningum Blaða-ljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndara-félags Íslands. Gréta var með einkasýningu í gallerí Start Art í September 2008

Verðlaun:
Fyrstu verðlaun í samkeppni á vegum Agva 2004
Önnur verðlaun á samsýningu sýningu Ljósmyndarafélags Íslands 2000
Fyrstu verðlaun á samsýningu Ljósmyndarafélags Íslands 2001
Þriðju verðlaun á sýningu ljósmyndarafélags Íslands 2002